Viðbætur

[vc_row][vc_column width=”3/4″][vc_column_text css=”.vc_custom_1563191040559{margin-bottom: 0px !important;}”]

Eftirfarandi viðbætur eru fáanlegar
við DS Bókun:

1 Aukaþjónusta/vörur – viðbót – verð 8.900 kr

Þessi möguleiki gerir kleift að bæta við vörum eða viðbótarþjónustu á hvern þjónustuþátt. T.d. ef viðskiptavinur er að panta naglaásetningu, er hægt að vera með síðan vörur sem tengjast þjónustunni, eða ef viðskiptavinur vill extra þjónustu og þá bætist við tíminn sem þessi viðbót tekur. Ef kerfið er að bóka fundarherbergi eða veislusal, væri hægt að vera með pöntun á veitingum sem aukaþjónusta, osfv…..

2  Sérstakir dagar – starfsmenn – verð 6.900 kr

Þessi viðbót gefur starfsmanni kost á að setja inn hlé á vinnudögum, t.d. ef hann þarf að fara frá einhvern hluta af deginum. Engin takmörk eru á hvað er hægt að setja inn mörg hlé á hverjum degi. Í standar útgafunni eru stillingar fyrir starfsmann þar sem hann getur sett inn frídaga og sett inn eitt hlé á hverjum degi (t.d. hádegismat). Viðbótin gerir honum kleift að setja inn fleiri hlé á hverjum degi.

3  Sérstök stundaskrá – þjónusta   –  verð 4.900 kr

Þessi viðbót gefur  kost á að setja sérstaka stundaskrá fyrir hverja þjónustu fyrir sig. Hentar vel ef einhverjar þjónustur eru einungis í boði hluta úr degi eða bara suma vinnudaga.

4 Staðsetning –  verð 6.900 kr

Þessi viðbót hentar fyrir fyrirtæki sem eru á fleiri en einum stað, þá velur viðskiptavinurinn fyrst hvar hann ætlar að panta þjónustuna, t.d. er einn staður í Reykjavík og annar á Akureyri. Ekki eru neinar takmarkanir á því hvað er hægt að hafa margar staðsetningar.

5 Sérstakir tímar –  verð  4.900 kr.

Þessi viðbót býður uppá að geta boðið viðskiptavini að panta ódýrari þjónustu á ákveðnum tímum dagsins. T.d. ef rólegt er á morgnana einhverja daga er hægt að hafa einhvern afslátt á tímum milli t.d. 8-10 eða hvað sem er valið. Þetta er gert til að reyna að fylla uppí dauða tíma eða tíma sem eru illa nýttir. Hægt að stilla niður á starfsmann, þannig að ef einhver starfsmaður vill ekki bjóða lægra verð á völdum tímum þá er hann undanskilinn.  Einnig hægt að velja hvaða þjónustur eru í boði með þessum afslætti.

6 Fjölda bókun – verð 6.900 kr.

Ef viðskiptavinur vill panta fleiri en eina þjónustu en ekki hafa þær í sömu heimsókn hvort sem er hjá sama aðila eða sitthvorum, þá finnur kerfið sérstakan tíma fyrir viðskiptavininn, á hverri þjónustu fyrir sig.

7 Keðju bókun – verð 4.900 kr.

Ef viðskiptavinur vill panta fleiri en eina þjónustu í sömu heimsókn hvort sem er hjá sama aðila eða sitthvorum, þá finnur kerfið samliggjandi tíma fyrir viðskiptavininn.

8 Magn bókun – verð 6.900 kr.

Hægt að bóka sömu þjónustuna nokkra daga í einni bókun, t.d ætla alltaf að vera fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, þá er hægt að bóka það í einni bókun eins langt fram í tímann og þið heimilið. VIðskiptavinur getu síðan farið inní hvern dag og breytt, t.d. ef hentar betur einn mánuðinn að vera á miðvikudegi eða hvað annað sem hann vill breyta.

9 Fyrirfram greiðsla –  verð 6.900 kr.

Bíður viðskiptavini að greiða staðfestingargjald inná þjónustuna þegar hann bókar. Hægt að velja fyrir hverja þjónustu hvort viðskiptavinur eigi að greiða staðfestingargjald, alla þjónustuna eða hafa val. Hægt að velja hvort heimila eigi sjálfvirka endurgreiðslu ef afbókað er innan skilgreindra tímamarka.

10 Sérstök þjónusta –  verð 4.900 kr

Hér er viðbót þar sem hægt er að stilla ef einhver þjónusta er einungis í boði hluta af opnunartíma fyrirtækisins, hægt að stilla það sérstaklega fyrir hvern vikudag.

11 Hópbókun –  verð 6.900 kr.

Hentar fyrir aðila sem bjóða bókun í hóptíma, þar sem margir þáttakendur eru í einum tíma, t.d. jógatímar, danstímar, námskeið eða aðrar tímar þar sem er einn leiðbeinandi með mörgum þátttökundum. Viðskiptavinur getur bókað fleiri en einn þátttakanda í einni bókun. Það lokast fyrir bókun þegar fjölda þátttakanda er náð fyrir hvern tíma. Ef bætt er við viðbótinni Biðlisti, gerir það viðskiptavini möugleika á að bóka sig á biðlista ef fullbókað er í tíma.

12 Sérsvæði í bókun –  verð 8.900 kr.

Hægt að setja inn skilyrt svæði í bókunarferli, ef á að láta viðskiptavin setja inn viðbótarupplýsingar í bókun. Tökum dæmi t.d. fyrir bílaverkstæði þar sem viðskiptavinur setur inn hvað á að gera við. Bremsur, (og þá hvað í bremsum), hjólabúnaður, vél osfv.  Meðferðaraðili getur látið fylla út nauðsynlegar upplýsingar um tilgang heimsóknar.

13 Biðlisti – verð 4.900 kr.

Þessi viðbót gefur viðskiptavini kleift að bóka sig á biðlista ef fullbókað er í þjónustuna á þeim tíma sem hann óskar eftir.

14 Pakkatilboð á sömu þjónustu –  verð 4.900 kr.

Hægt að bjóða ákveðnar þjónustur sem pakkatilboð, t.d. ef keypt er ákveðin fjöldi skipta, t.d. 10 skipti af fótaaðgerð, þá er það boðið á sérstöku verði og kerfið heldur utan um öll skiptin sem viðskiptavinurinn notar. Hægt að setja inn dagsetningar og tíma fyrir öll skiptin og kerfið áminnir viðskiptavininn kvöldinu áður en þjónustan er veitt.

15  Viðhengi – verð 4.900 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að setja inn viðhengi í bókunarferlinu. Hentar ef viðskiptavinur þarf að senda með einhverjar upplýsingar, eins og eyðublað, mynd eða annað viðhengi sem tengist bókuninni.

16  Þjónustueinkunn – umsögn – verð 4.900 kr

Þessi viðbót gefur möguleika á að leyfa viðskiptavini að gefa þjónustunni einkunn og umsögn ákveðinn tíma frá því að hann fékk þjónustuna. Umsögn og einkunn er einungs sýnileg fyrir stjórnanda í bakenda kerfisins. Umsögnin og einkuninn tengist við viðkomandi bókun og viðskiptavin.

17  Viðskiptavinir – viðskiptavinahópar –  verð 4.900 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að setja viðskiptavini í sérstaka hópa. Sem dæmi vildarviðskiptavinir fá sérstakan afslátt þegar þeir bóka sem skráist strax í bókuninni. Viðskiptavinir sem hafa nokkur skróp í ferilskránni, bókast bara á bið, það er meðferðaraðili verður að samþykkja bókunina.  Hægt líka að stjórna hvaða þjónustur eru sýnilegar í framenda fyrir mismunandi viðskiptavinahópa.  Nýjir viðskiptavinir geta t.d. bara óskað eftir viðtali, en núverandi viðskiptavinir geta séð viðtöl og bókað tíma beint í framenda. Hægt að vera með sérreglu fyrir hvern viðskiptamannahóp. Engin takmörkun er á hvað er hægt að búa til marga hópa.

18  Viðskiptamenn – sérupplýsingar – verð 4.900 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að láta viðskiptavin skrá við bókun upplýsingar um sjáflan sig, t.d. einhver sérstök efni sem viðkomandi nota, er eitthvað ofnæmi, hvernig viðskiptavinur vill greiða (kreditkort, fá reikning osfv.) Allar upplýsingar eru þá sýnilegar fyrir meðferðaaðila þegar hann skoðar viðkomandi bókun eða viðskiptavin.

19  Sér bókunarsíða fyrir hvern starfsmann – tilboð

Þessi viðbót gefur möguleika á að hafa sérstaka bókunarsíðu fyrir hvern starfsmann fyrir sig. Ef t.d. starfsmaður vill auglýsa sýna þjónustu eða beina viðskiptavinum sínum til sín án þess að vera í samkeppni við aðra starfsmenn á sömu stofu. Getur t.d. hentað þar sem starfsmenn eru verktakar undir einu nafni eða fyrirtæki.

20  Auðkenning með Facebook – innifalið

Þessi viðbót gefur möguleika á að leyfa viðskiptavini að auðkenna sig með Facebook þegar hann bókar tíma.

21  Reikningur –  verð  6.900 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að gefa út reikning og senda á viðskiptavin fyrir þjónustunni þegar hann bókar. Hægt að stilla hvaða viðskiptavinir geta nýtt þessa þjónustu.

22  Gjafabréf – áskriftarkort  –  verð 29.000 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að selja gjafabréf eða áskriftarkort beint á vefsíðunni þinni. Kaupandi fær PDF skjal með kóða, sem hann notar þegar hann bókar síðan þjónustuna í tímabókunarkerfinu. Hægt að stilla fyrir hvaða þjónustu sem er eða velja saman nokkrar þjónustur í einn pakka (t.d dekurpakka). Ef keypt er áskriftarkort, heldur kerfið utan um fjölda af notuðum skiptum. Hentar einnig ef þjónustuaðili notar afmælisdagaskráninguna sem er í grunnpakkanum og bætir við að senda viðskiptavini afmælisgjöf í formi afsláttar. Viðskiptavinur fær þá tölvupóst á afmælisdeginum með tilboðinu og getur þá sett inn kóðann sem veitir honum afsláttinn, þegar hann bókar á netinu. Kerfið heldur utanum að hver viðskiptavinur geti einungis notað kóðann einu sinni.

23 Samtvinnuð þjónusta – verð  6.900 kr.

Veitir þú þjónustu sem felur í sér tveir eða fleiri starfsmenn sem þurfa að vinna saman? Eða nota starfsmenn þínir samnýtt herbergi eða búnað sem þarf að hafa í huga í bókunarkerfinu þegar boðið er upp á lausa tíma til viðskiptavina?

Þessi viðbót gerir þér kleift að búa til, stjórna og selja flókna þjónustu þar sem þú þarft fleiri en einn starfsmann og sameiginlega hluti eins og búnað eða herbergi til að framkvæma þjónustuna. Með þessari viðbót getur viðskiptavinur bókað eina þjónustu og tímabókunarkerfið mun sjálfkrafa samræma starfsmenn og úrræði til að sýna lausa tíma, taka frá tíma fyrir viðskiptavininn, tilkynna öllum starfsmönnum og panta búnað eða herbergi, þegar þjónustan er bókuð .

24 Verkefni – viðtalsbeiðni – tímabókanir – verð 4.900 kr.

Veitir þú þjónustu sem þarf ekki að velja dag og tíma? Verkefni viðbótin gerir þér kleift að skipuleggja og halda lista yfir verkefni eða ótímasettar bókanir á skipulögð yfirlitssvæðinu þínu. Einnig ef þú vilt leyfa viðskiptavinum að óska eftir viðtali, án þess að hann geti fest tíma. Einfalt síðan fyrir þig að breyta viðtalsbeiðni yfir í tímasettan bókaðan tíma, kerfið sendir þá viðskiptavini staðfestinu á dagsetningunni í tölvupósti eða SMS.

Með viðbótinni Verkefni-viðstalbeiðnir geturðu náð mismunandi rekstrarmarkmiðum. Það gerir háþróaða CRM lögun og leyfir þér að setja verkefni fyrir starfsmenn þína. Það leyfir þér einnig að breyta flæði bókunarferlisins og samþykkja fyrirspurnir frá viðskiptavinum án þess að tilgreina nákvæmlega dagsetningu og tíma.

Sem dæmi er hægt að setja verkefni fyrir starfsmenn að samþykkja fund/bókun með tilteknum viðskiptavini. Þegar það er gert setja þau dagsetningu og tíma , sem breytir sjálfkrafa verkefninu í tímabókun.

Sem dæmi í öðru máli er Verkefna viðbótin gagnleg til að breyta bókuninni þinni ef þú hefur ekki reglulega tímaáætlun. Þú getur slökkt á og falið Tíma-skrefið og bara samþykkt fyrirspurnir frá viðskiptavinum, sem sjálfkrafa býr til verkefnalista. Þessar verkefni geta verið merktar sem lokið eða tímaáætlun seinna. Þegar þú skilgreinir tímann er verkefnið breytt í tímabókun. Upplýsingar um staðfestan tíma er síðan sent tölvupóst og/eða SMS til viðskiptavinar.

25 Sveigjanlegur tími við tímabókanir – verð 4.900 kr.

Sveigjanlegur tími viðbót gerir viðskiptavinum þínum kleift að ákveða hve lengi þeir vilja hafa bókan tíma. Ef þeir vilja lengri tíma en er boðið uppá staðlað eða panta ráðstefnuherbergi sem er lengri en sjálfgefinn þjónustutími – láttu þá velja!

Búðu til þjónustu með sveigjanlegum tíma og viðskiptavinir þínir munu geta valið lengd bókunarinnar í fyrsta skrefið. Verðið verður reiknað í samræmi við það.

25 GDPR- Mínar síður fyrir viðskiptavini –  verð 4.900 kr.

Mínar síður viðbótin gerir þér kleift að uppfylla GDPR kröfur með því að veita viðskiptavinum möguleika á að fá aðgang, stjórna og eyða persónulegum upplýsingum og bókunum í notendareikningi.

Leyfðu viðskiptavinum þínum að fara á vefsvæðið þitt hvenær sem er til að stjórna upplýsingar um prófíl og bókanir sem hafa verið gerðar. Þeir munu geta:

Uppfært nafn, netfang, símanúmer, upplýsingar viðskiptavina (ef viðskiptavinarupplýsinga viðbótin er virk), lykilorði og aðrar reitir
Eyða viðskiptavina prófíl
Skoða bókunarsögu
Skoða upplýsingar um tímabókanir (stöðu, verð, starfsfólk, þjónusta osfrv.)
Skipuleggja eða hætta við tímabókanir

26 Samsett þjónusta – verð  6.900 kr

Samsett þjónustu viðbótin gerir þér kleift að sameina núverandi þjónustur úr flóknum samsetningum, sem viðskiptavinir getur valið sem venjulega einfalda bókun. Sem dæmi ef einföld þjónusta er Litun og önnur Klipping og viðskiptavinur vill bóka í einni skipun, Þá tekur tímabóknarkerfið frá Litun 45 mín síðan er biðtíma í 45 (þar sem viðskiptavinur er að bíða eftir að liturinn virki í hárinu) og síðan er Klipping í lokin 30 mín. Starfsmaður er þá laus í aðra bókun í biðtímanum. Viðskiptavinur bókar þetta einungis sem einfalda þjónustu, tímabóknarkerfið sér um restina.

Möguleikar:

Þjónusta flokkuð í rétta bókanlega röð: sérhver samsett þjónusta getur falið í sér nokkrar einfaldar þjónustur og tímabið / undirbúningstíma milli þjónusta.
Nokkrir starfsmenn sem taka þátt í einni bókun: Allar aðskildar bóknair í flóknum þjónustum geta verið gerðar af mismunandi starfsmönnum.
Skilvirk notkun á vinnustundum: hver starfsmaður er aðeins bókaður fyrir sínum hluta af bókuninni.
Einfalt fyrir viðskiptavini: Flókin þjónusta birtist í bókunarformi eins og aðrar einfaldar þjónustur.

27 Sérstakar stöður – verð 4.900 kr.

Þessi viðbót gefur möguleika á að setja stöðu við bókun. Í grunnkerfinu eru 4 stöður sem hægt er að setja á bókun. Í þessari viðbót getur þú sett upp eins margar stöður og þú vilt og virkni á bakvið hverja stöður. Notað til dæmis til að merkja ef viðskiptavinur skórpar í tíma, hægt að merkja “Skróp” og halda þannig utan um mætingar, merkja þegar viðskiptavinur er mættur Setja stöðuna “Mætt/ur”. Ef starfsmaður veikis er hægt að setja bókun í stöðuna “Veikindi starfsmanns” og láta kerfið senda sjálfvirkt SMS og/eða email á viðskiptavin um að tíminn falli niður. Fullt af öðrum möguleikum

28 Sér greiðslugátt fyrir hvern starfsmann – verð 8.900 kr.

Gerir þér kleift að hafa sérstaka greiðslugátt fyrir hvern starfsmann. Hentar sérstaklega vel þar sem starfsmenn eru verktakar og eru einungis að leigja aðstöðu. Þá getur hver starfsmaður verið með eigin samning við Kortaþjónustuna og fær þá sínar greiðslur beint inná sinn reikning. Bæði hægt að velja að viðskiptavinur greiði staðfestingargjald og/eða fullt gjald við bókun. Hægt að stilla það sérstaklega fyrir hvern starfsmann og þjónustu, þe. hver vill bjóða viðskiptavini að greiða staðfestingu og eða fullt gjald.  Ef viðskiptavinur afbókar tímann innan tímamarka sem þú velur, þá er hægt að láta kerfið endurgreiða sjálfvirkt greiðsluna til viðskiptavinar.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][mk_image src=”https://dsbokun.is/wp-content/uploads/sites/13/2017/10/dsbokun-logo-200.png” link=”https://dsbokun.is/” align=”center”][mk_padding_divider size=”100″][mk_image src=”https://dsbokun.is/wp-content/uploads/sites/13/2017/10/spa-treatment-aromatherapy-essential-oil-pnp9w45.jpg” align=”center”][mk_fancy_title font_family=”none”]

Ræddu við okkur um þínar séróskir fyrir bókunarkerfið

[/mk_fancy_title][mk_padding_divider size=”100″][mk_image src=”https://dsbokun.is/wp-content/uploads/sites/13/2017/10/group-of-people-drinking-coffee-concept-p5lrrns.jpg” align=”center”][mk_fancy_title font_family=”none”]

Kerfið er í stöðugri þróun,  erum því reglulega að bæta við nýjungum, til að auka þægindi og þjónustu við viðskiptavini

[/mk_fancy_title][mk_padding_divider size=”100″][mk_button corner_style=”full_rounded” size=”large” url=”https://dsbokun.is/#profa” target=”_blank” align=”center”]Prófa bókunarkerfið[/mk_button][mk_padding_divider size=”20″][mk_image src=”https://dsbokun.is/wp-content/uploads/sites/13/2017/10/dsbokun-klukka-20px.png” align=”center”][mk_padding_divider size=”20″][mk_button corner_style=”full_rounded” size=”large” url=”https://dsbokun.is/#contact1″ target=”_blank” align=”center”]Hafa sambandi[/mk_button][mk_padding_divider size=”20″][mk_image src=”https://dsbokun.is/wp-content/uploads/sites/13/2017/10/dsbokun-klukka-20px.png” align=”center”][mk_padding_divider size=”20″][mk_button corner_style=”full_rounded” size=”large” url=”https://dsbokun.is/” target=”_blank” align=”center”]Aftur á forsíðu[/mk_button][/vc_column][/vc_row]